Rosa

Ættkvísl
Rosa
Yrki form
'Aicha'
Höf.
(V. Petersen 1966) Danmörk.
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól, skjól.
Blómalitur
Dökkgulur.
Blómgunartími
Ágúst-september.
Hæð
80-120 sm
Vaxtarlag
Runninn er kröftugur, 80-120 (150) sm hár, en getur orðið allt að 200 sm hár og álíka breiður, fallegur í vextinum með bogsveigðar greinar.
Lýsing
Foreldrar: R. Souvenir de Jacdues Verschuren × R. pimpinellifolia Guldtop.Blómin stór, dökkgul, ofkrýnd, um 10 krónublöð, ilmandi, ilmar mikið. Lillarauður kragi í blóminu sem fer vel með við rauðbrúna fræflana og krónublöðin. Runninn er lotublómstrandi, blómstrar mikið í fyrstu og kemur svo með stöku blóm fram á haust. Nýpur eru smáar, svart-rauðar. Skuggaþolin a.m.k erlendis. Plantið einni plöntu á m². Notuð í limgerði, beð, stóra garða, einnig hægt að nota sem klifurrós.&
Uppruni
Yrki.
Heimildir
Petersen, V 1981: Gamle roser i nye haver. Utgivet av de danske haveselskaber København 1981.http://www.elkorose.com/ewhrab.html, http://www.hesleberg.no, http://www.welt-der-rosen,de/duftrosen/_duftrosen.htm,davesgarden.com/guides/pf/go/65205/#b
Fjölgun
Sumar-, síðsumar- vetrargræðlinar, ágræðsla, brumágræðsla, sveiggræðsla.
Notkun/nytjar
Sem stakstæðar rósir eða í þyrpingar á skjólgóðum, sólríkum stöðum.
Reynsla
Rosa Aicha var keypt 2003 og gróðursett það ár, flutt 2003, lifði til 2008. Önnur planta var keypt 2006, hún vex vel og blómstraði talsvert 2008, engin blóm komu 2009.