Rosa

Ættkvísl
Rosa
Yrki form
'Bonica'
Höf.
(Meilland 1985) Frakkland.
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Samheiti
Rosa Bonica '82, Meidomonac, Demon, Bonica Meidiland
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól og skjól.
Blómalitur
Ljósbleikur.
Blómgunartími
Ágúst-september.
Hæð
40-60 sm
Vaxtarlag
Runnarós - skriðrós. Þessi snotra rós er lágvaxin, 40-60 sm, sem þekur jörðina, en getur orðið stór (120 til 180 sm há og álíka breið) eftir því hvar hún er ræktuð.
Lýsing
Kynbætt og rækta upp af Meilland í Frakklandi. Foreldrar: (Rosa sempervirens × 'Mlle. Marthe Carron') × 'Picasso'.Stór og mikil 20. aldar runnarós, útbreidd í vextinum. Blómstrar næstum stöðugt. Blómin eru nokkur saman í klösum á glæsilegum bogsveigðum greinum, laxbleik, fyllt með léttan og ferskan eplailm sumir segja hana ilmlausa. Hálfútsprungin blóm minna á kálhaus sem fljótlega breytist þegar blómið opnast alveg. Nýpur eru hnöttóttar, stórar, appelsínugular. Þyrnar eru sterklegir.
Uppruni
Yrki.
Harka
Z 4
Heimildir
http://www.hesleberg.no, http://www.horticlik.com/p/rosa_winnipeg_parks_shrub_-_parkland1.hbml, http://www.rose-roses.com/rosepages, http://www.welt-der-rosen,de/duftrosen/_duftrosen.htm,davesgarden.com/guides/pf/go/62429/#b
Fjölgun
Ágræðsla.
Notkun/nytjar
Sólríkur vaxtarstaður, þolir ekki skugga.Fremur harðgerð. Þarf litla umhirðu. Mælt er með 3 plöntum á m². Þarf góðan, næringarríkan jarðveg. Notuð í beð, nokkrar saman í þyrpingu, í limgerði og til afskurðar.
Reynsla
Rosa Bonica kom í Lystigarðinn 1997 og plantað í beð 1997, flutt í annað beð 2003, kelur mikið, blómstrar samt oftast síðsumars. Annað eintak var keypt 2007, sem tekin er í kalt gróðurhús yfir veturinn, blómstrar.
Útbreiðsla
AÐRAR UPPLÝSINGAR:Rosa Bonica hefur fengið mörg verðlaun svo sem: Anerkannte Deutche Rose 1983, Belfast Certificate of Merit 1983, All America Rose Selection 1987, Royal Horticultural Society Award of Garden Merit 1993 og er í uppáhaldi hjá mörgum landslagsarkitektum.