Rosa

Ættkvísl
Rosa
Yrki form
'Berolina'
Höf.
(Kordes 1986)
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Samheiti
Rosa 'Selfridges'
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól og skjól.
Blómalitur
Sítrónugulur.
Blómgunartími
Ágúst-september.
Hæð
70-90 sm
Vaxtarlag
Rosa Berolinaer tea hybrid, 20. aldar rós, mjög kröftug, 70-90 sm há.
Lýsing
Blómin eru ilmandi og stór um það bil 10 sm í þvermál. Þau eru sítrónugul með rauðleita slikju á neðra borði og þéttfyllt, ilma mikið. Þessi eðalrós er með blómin stök á stilkunum og því hentug til afskurðar. Blómin standa lengi og rósin blómstrar oft frá því að hún byrjar og fram í frost.
Uppruni
Yrki.
Heimildir
http://www.gartendatenbank.de, http://www.welt-der-rosen,de/duftrosen/_duftrosen.htm,htps://palatineroses.com/rose/berolina
Fjölgun
Ágræðsla á ágræðslurót af Rosa multiflora.
Notkun/nytjar
Ræktun og umhirða. Sólríkur vaxtarstaður sem vel oftar um. Venjulega áburðargjöf og vökvun. Að vorinu er rósin klippt vel niður.Rosa Berolina er hraust rós með mikinn viðnámsþrótt gegn sveppasjúkdómum sem oft hrjá rósir.
Reynsla
Rosa Berolina var keypt í Lystigarðinn 1989, kelur stundum mikið og er af og til tekin úr beðinu og höfð inni í gróðurhúsinu. Önnur planta keypt 1995 líka tekin upp af og til og höfð í gróðurhúsinu, blómstraði 2009.