Rosa

Ættkvísl
Rosa
Yrki form
'Gavnö'
Höf.
(Poulsen 1988) Danmörk.
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Appelsínugulur.
Blómgunartími
Ágúst-september.
Hæð
60-90 sm
Vaxtarlag
Runni, klasarós, stórblóma, hæð 60-90 sm, bil milli rósa 45-60 sm. Kynbætt af Poulsen. Skráð og komið á framfæri 1988.
Lýsing
Blóm appelsínugul og appelsínugulmenguð/kopargul, ofkrýnd, minna á terós (tea shaped), daufur ilmur, blóm um mitt sumar og heldur þá áfram að blómstra fram í frost, síblómstrandi.Blómstrar á ársprotum, klippið snemma til að hvetja til vaxtar nýrra greina.
Uppruni
Yrki.
Harka
Z3
Heimildir
http://www.altomtradgarden.sehttp://www.davesgarden.com/guides/pf/go/63332/#b,allthingsplants.com/plants/view/1365/Rose-Rosa-Gavno/,www.essungaplantskola.se/kategori/alla-vaxter/rosor/produkt-rosa-gavno.aspx
Fjölgun
Græðlingar, brumágræðsla.
Notkun/nytjar
Í runnabeð, í þyrpingar, til afskurðar.
Reynsla
Rosa × Gavnö var keypt í Lystigarðinn 2005, blómstraði 2005 og 2006 en misfórst í vetrargeymslu 2006-2007.