Rosa

Ættkvísl
Rosa
Yrki form
'Ingrid Bergman'
Höf.
(Olesen 1984) Danmörk
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Samheiti
R. Poulman.
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Blóðrauður / dökkrauður.
Blómgunartími
Ágúst-september.
Hæð
60-90 (120) sm
Vaxtarlag
Terósarblendingur. Runninn sem er/getur orðið 60-90 sm til 90-120 sm á hæð og 60-90 sm til 90-120 sm að umfangi. Þyrnar svona í meðallagi.
Lýsing
Þetta er terósarblendingur og 20. aldar rós, kynbætt af Poulsen Roser 1920 með blóðrauð/dökkrauð, flauelskennd, stór, þéttfyllt blóm með terósailm, krónublöðin fleiri en 40 talsins. Blómin blána ekki með aldinum. Ilma lítilð eitt. LotublómstrandiHraust rós. Snyrtið snemma til að stuðla að vexti nýrra sprota. Blómin koma á nýju sprotana.
Uppruni
Yrki.
Sjúkdómar
Ónæm fyrir svartroti, mjölsvepp, ryðsvepp.
Heimildir
http://www.davesgarden/guides/pf/go/64688/#bhttp://www.hesleberg.nohttp://www.welt-der-rosen,de/duftrosen/_duftrosen.htm
Fjölgun
Sumar-, síðsumar- eða vetrargræðlingar, ágræðsla, brumágræðsla.
Notkun/nytjar
Sólríkur vaxtarstaður, ekki skuggþolin. Þarf góðan jarðveg. Fjórar plöntur á m². Höfð í beð, nokkrar saman í þyrpingu og til afskurðar.
Reynsla
Rosa Ingrid Bergman var keypt í Lystigarðinn 2002, stundum tekin inn í gróðurhús til að endurhæfa hana, misfórst í vetrargeymslu 2006-2007.
Útbreiðsla
AÐRAR UPPLÝSINGAR:Nafnið er nafn sænsku leikkonunnar Ingrid Bergman (1915-1982) sem varð fræg fyrir leik sinn í Hitchcock myndinni Casablanca.