Rosa

Ættkvísl
Rosa
Yrki form
'Königin Der Rosen'
Höf.
(Reimer Kordes 1964) Þýskaland.
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Samheiti
Colour Wonder, Queen of Roses.
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Laxappelsínugulur.
Blómgunartími
Ágúst-september.
Hæð
Allt að 75 sm
Vaxtarlag
Terósarblendingur. Þyrnóttur og þornhærður runni, kjarróttur. Glansandi, bronzgræn lauf. Allt að 75 sm hár.
Lýsing
Foreldrar: Kordes Perfekta x Super StarÞetta er terósablendingur og 20. aldar rós, eðalrós með laxappelsínugul krónublöð, ljósgul á bakhliðinni, blóm þéttfyllt, sem standa lengi, krónublöð 50-70 talsins og með léttan ilm. Knúppar egglaga. Laufið er hraust, dökkgrænt, þykkt.Königin der Rosen er hægt að rækta í kerjum.Yfirleitt hraust rós sem getur vaxið í mögrum jarðvegi.
Uppruni
Yrki.
Heimildir
http://www.welt-der-rosen,de/duftrosen/_duftrosen.htm, http://www.wikipedia.org, www.helpmefind.com/rose/pl.php?n=1247,www.learn2grow.com/plants/rosa
Fjölgun
Síðsumar- eða vetrargræðlingar, haldið rökum í 4-6 vikur þar til þeir hafa rætst vel. Rótarhormónar.
Notkun/nytjar
Í beð, í kanta, í ker, sem blóm til afskurðar. Fjarlægið dauðar greinar.'Königin der Rosen' þarf vetrarskýlingu. Þolir illa frost.
Reynsla
Rosa Königin der Rosen var keypt í Lystigarðinn 2008 og gróðursett í beð sama ár, blómstraði 2008 og 2009.