Rosa

Ættkvísl
Rosa
Yrki form
'Lichterloh'
Höf.
(M. Tantau 1955) Þýskaland.
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Eldrauður, blóðrauður.
Blómgunartími
Ágúst-september.
Hæð
90-120 sm
Vaxtarlag
Foreldrar óþekktir. Klasarós (floribunda). Fallegur, útbreiddur, lítill, 20. aldar runni, 90-120 sm hár og álíka breiður.
Lýsing
Blómin eru í klasa, opin, hálffyllt með næstum rétthyrnd krónublöð sem eru eldrauð/blóðrauð. Ilma ekki. Nýpurnar þroskast að haustinu og eru skær appelsínugular og skrautlegar ef blómin eru ekki fjarlægð. Laufið dökk grænt og glansandi. Plantan er fremur gisin í vextinum nema ef hún er mikið klippt. Er eins og flestar klasarósir (Floribunda). 'Lichterloh' er skrautleg og gerir hvaða garð eða beðkant sem er áhrifaríkari.
Uppruni
Yrki.
Sjúkdómar
Að mestu laus við sjúkdóma.
Heimildir
http://www.antiqueroseemporium.comhttp://www.refurber.comhttp://www.welt-der-rosen,de/duftrosen/_duftrosen.htm, davesgarden.com/guides/pf/go/67235/#b
Fjölgun
Sumar-, síðsumar- eða vetrargræðlingar, ágræðsla, brumágræðsla, sveigræðsla.
Notkun/nytjar
Í beð, í kanta, í ker. Fjarlægið gamla stilka og dauða.
Reynsla
Í Lystigarðinum var til planta frá 1990 sem lifði til 1992.