Rosa

Ættkvísl
Rosa
Yrki form
'Nina Weibull'
Höf.
(Poulsen Roser A/S 1961) Danmörk.
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Samheiti
Poulwei, Nina Weybull,
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól og skjól.
Blómalitur
Blóðrauður.
Blómgunartími
Ágúst-september.
Hæð
Allt að 90 sm
Vaxtarlag
Þetta er klasarós (floribunda), sem blómstrar fram í frost. Runninn verður um 90 (100-150) sm hár og 60 sm breiður, mjög harðgerður.
Lýsing
Blómin eru mörg, stór, fyllt, með 17-25 krónublöð, blóðrauð með léttan ilm.
Uppruni
Yrki.
Heimildir
Bjarnason, Á.H. ritstj. 1996: Stóra garðblómabókin Alfræði garðeigandans - ReykjavíkHanson, Ó. V. ritstj. 1976: Skrúðgarðabókin 2. útg. - ReykjavíkNicolaisen, A. 1975: Rosernas Bog - Københavnhttp://www.hesleberg.nohttp://www.welt-der-rosen,de/duftrosen/_duftrosen.htm, www.bakker.co.uk/product/floribunda-rose-nina-weibull-/www.gardens4you.cu/indes.php?/Garden-Tips/Propagation/Take-soft-cuttings,https://www.rhs.org.uk/advice/profile?PID-153
Fjölgun
Sumargræðlingar, 8-12 sm langir með að minnsta kosti tvö brum, vefræktun. Síðsumar- eða vetrargræðsla, rótarskot, brumágræðsla, sveiggræðsla.
Notkun/nytjar
Hægt að hafa þessa rós í kerjum eða sem limgerði erlendis. Fjórar plöntur á m². Harðgerð, mjög kröftug, veðurþolin og frostþolin.Sólríkur vaxtarstaður. Næringarríkur jarðvegur, en er sögð jafnvel geta þrifist í mögrum jarðvegi. Notuð í beð, nokkrar saman í þyrpingu, í limgerði og til afskurðar.
Reynsla
Í Lystigarðinum hafa verið til plöntur frá 1993 og 2001 sem lifðu 2-3 ár og planta frá 2005, sem misfórst í vetrargeymslu veturinn 2006-2007. Ný planta keypt vorið 2010.