Rosa

Ættkvísl
Rosa
Yrki form
'Portlandica'
Höf.
hort. ex Rössig fyrir 1805.
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Samheiti
Rosa 'Duchess of Portland', Rosa 'Duchesse de Portland', Rosa 'Portland perpétuelle', Rosa 'Portland Rose', Rosa 'The Portland Rose', Rosa portlandica, Rosa x paestana 'Duchesse de Portland', Rosa 'Paestana'.
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Rauður / kirsuberjarauður.
Blómgunartími
Ágúst-september.
Hæð
- 120 sm
Vaxtarhraði
Meðalvaxtarhraði.
Vaxtarlag
Rosa Portlandica' er harðgerð Portlandsrós, runnkennd í vextinum og myndar skállaga, einföld blóm, krónublöðin 5 til meira en 30 talsins og því minnir rósin dálítið á R. gallica Officinalis. Runninn er uppréttur og fremur grannvaxninn, verður 120 sm hár og 90 sm breiður.
Lýsing
Blómin eru ilmandi, ilma oft mikið, rauð/kirsuberjarauð blóm sem standa lengi og með gullgula fræfla og dökkgræn lauf. Blómstrar um hásumarið og fram á haust og þroskar margar nýpur.
Uppruni
Yrki.
Sjúkdómar
Viðkvæm fyrir ýmsum sjúkdómum svo sem ryðsveppur.
Heimildir
http://www.backyardgardener.com, http://www.hesleberg.no., commons.wikipmedia.org/wiki/Rosa-%27Portlandica%27,www.paulbardebroses.com/rivers-damask.html
Fjölgun
Sumar-, síðsumar- eða vetrargræðlingar, ágræðsla, brumágræðsla, sveiggræðsla.
Notkun/nytjar
Ef vaxtarskilyrðin eru góð og vaxtarstaðurinn góður blómstra þær fram á haust. Parklandsrósirnar eru harðgerðar en geta sýkst af ryðsvepp. Regn og rekjutíð getur komið í veg fyrir að knúbbarnir springi út eyðileggja þar með blómgunina.
Reynsla
Rosa Portlandica er ekki í Lystigarðinum
Útbreiðsla
AÐRAR UPPLÝSINGAR:Rosa portlandica grúppan hefur líklega orðið til við víxlfrjóvgun Rosa damascena bifera Quatre Saisons og Rosa gallica Officinalis í lok 18. aldar. Portlandsrósirnar vaxa miðlungi mikið og verða um 100 sm háar. Blómin eru stór, þéttfyllt, formfögur með yndislegan ilm. Blómlitirnir eru í litbrigðum frá hvítu yfir í bleikt og dökkrautt. Öll yrkin geta blómstrað aftur en fyrsta lotan er blómríkust.