Rosa

Ættkvísl
Rosa
Yrki form
'Royal Gold'
Höf.
(Morey 1957) USA.
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Lífsform
Lauffellandi klifurósarrunni.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Gullgulur.
Blómgunartími
Ágúst-september.
Hæð
Allt að 300 sm
Vaxtarlag
Klifurrós eða súlurós, Foreldrar: Goldilocks, Cl. × Lydia (hybrid tea, Robinson, 1949)Kynbótamaður: Dr. Dennison Morey, USA 1957.Stór klifurrós eða súlurós og 20. aldar rós, runni sem verður um 300 sm hár, lotublómstrandi. Runninn er stór í mildu loftslagi, veðurþolinn, ekki of sólríkt.
Lýsing
Blómin eru tilkomumikil eins og á terós, stór, fyllt til þéttfyllt, krónublöðin allt að 35 talsins, gullgul-logandi gul, blóm með mikinn ávaxtailm. Knúbbarnir eru fullkomnir terósaknúbbar. Blómin koma bæði á nýjar greinar og eldri greinar, stök eða í litlum klösum og lýsast ekki og formið helst þegar þau springa út. Laufið græn til dökkgræn, glansandi.
Uppruni
Yrki.
Heimildir
Edinger, Philip & al. ed. 1981: How to grow roses A Sunset Book Lane Publishing Co. Menlo Park, Californiahttp://www.welt-der-rosen,de/duftrosen/_duftrosen.htmhttp://www.backyardsgardener.comhttp://www.growquest.comhttp://www.davesgarden.com/guides/pf/go/79063/#b
Fjölgun
Sumar-, síðsumar- eða vetrargræðlingar, ágræðsla, brumágræðsla, sveiggræðsla.
Notkun/nytjar
Við veggi, á tígulgrindur, á súlur. Sólríkur vaxtarstaður.
Reynsla
Rosa Royal Gold var keypt í Lystigarðinn 1994 og gróðursett í beð sama ár, kelur stundum mikið, vex vel og blómstraði mikið 2008 og 2009.