Rosa

Ættkvísl
Rosa
Yrki form
'Wiskey Mac'
Höf.
(Tantau 1967), Þýskaland.
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Samheiti
Whisky, 'Tanky'.
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Aprikósulit-gulmengaður - ljós brandgul-gulur.
Blómgunartími
Ágúst-september.
Hæð
Allt að 75(-150) sm
Vaxtarlag
Foreldrar.: Óþekkt fræplanta x Golden Wave. Whisky Mac er stór og mikill terósarblendingur, 20 aldar rós, stórblóma klasarós. Runninn um 75(-150) sm hár og um 60 sm breiður, lotublómstrandi.
Lýsing
Blómin mjög falleg, hnöttótt í fyrst þegar þau opnast en verða fljótt bollalaga þegar þau þroskast, fyllt, krónublöð 17-25 talsins. Blómin eru aprikósulit-gulmenguð - ljós brandgul-gul, einstakur litur með góðan og mjög sérstakan ilm, ilma mikið. Blómstrar frá miðju sumri og fram á haust. Stilkar eru rauð-grænir. Laufið glansandi, leðurkennd, milligræn til dökkgræn, bronslit.
Uppruni
Yrki.
Sjúkdómar
Viðkvæm fyrir svartroti og mjölsvepp.
Heimildir
http;//www.backyardgardener, http://www.jacksonsnurserues.co.uk/plantcard/RosaWiskyMac/757.aspx, http://www.rose-roses.com/rosepages, davesgarden.com/guides/pf/go/81546/#b,www.helpmefind.com/rose/pl.php?n=6500
Fjölgun
Sumar-, síðsumar- eða vetrargræðlingar, ágræðsla, brumágræðsla, sveiggræðsla.
Notkun/nytjar
Í beð, í kanta. Harðgerð planta, en fremur viðkvæm fyrir mjölsvepp og ryðsvepp.Sólríkur vaxtarstaður. Jarðvegur þarf að vera vel framræstur, frjór og lífefnaríkur, sendinn-leirkenndur, miðlungi rakur til rakur.Runninn er klipptur niður í um 15-20 sm hæð að brumi sem veit út á við, áður en gróðursett er. Plantið þegar frostlaust er og blandið miklu af vel rotnuðum lífrænum leifum (moltu/húsdýraáburði) saman við moldina í holunni sem plantað er í. Síðan er mælt með uppleystum rósaáburði einu sinni á ári, að vorinu.
Reynsla
Rosa Whisky Mac var keypt í Lystigarðinum 2008 og plantað í beð 2008, blómstraði það ár. Lifði ekki vorið 2009.