Rosa

Ættkvísl
Rosa
Yrki form
'Dornröschen II'
Höf.
Kordes, 1960.
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Samheiti
Rosa Sleeping Beauty.
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól og skjól.
Blómalitur
Laxbleikur.
Blómgunartími
Ágúst-september.
Hæð
60-100 sm
Vaxtarlag
Þetta er Rosa acicularis Dornröschen, sem er runnarós með langa og sterklega stilka sem halda uppi stórum blómunum.
Lýsing
Blómstra oft. Blómin eru bæði falleg í laginu og falleg á litinn. Þau eru djúp laxbleik í miðju og falleg, hvelfd krónublöðin verða hreinbleik yst og með gula jaðra. Blómin ilma mikið. Blómin fyllt, upprétt, standa lengi og eru glæsileg. Blómklasar stórir. Krónublöðin 17-25 talsins. Laufin meðalstór, græn. Blómstrar frá því í ágúst og fram í frost.
Uppruni
Yrki.
Heimildir
http://www.backyardgardener.com, http://www.plantasjen.no, http://www.welt-der-rosen,de/duftrosen/_duftrosen.htm, www.helpmefind.com/rose/pl.php?n=1582, https://palatineroses.com/rose/dornröschen, althingsplants.com/plants/view/1543/Rose-Rosa-Dornroschen/
Fjölgun
Ágræðsla á R. multiflora rót. Brumágræðsla.
Notkun/nytjar
Sólríkur vaxtarstaður. Sendinn jarvegur og leirkenndur, meðalrakur til rakur.Svonefnd ævintýrarós nafnið fengið úr Grimms ævintýrum.
Reynsla
Þrjár plöntur hafa verið reyndar í Lystigarðinum en aðeins lifað fá ár, sú seinasta allt að 5 á, misfórst í vetrargeymslu. Þessi rós hefur lifað í beði sunnan undir húsi í garði á Akureyri í 5 ár, er oftast skýlt að vetrinum.Enn ný planta var keypt í Lystigarðinn 2007, höfð í vetrargeymslu í köldu gróðurhúsi.
Útbreiðsla
AÐRAR UPPLÝSINGAR:Athugið.Líka er tilRosa Dornröschen (I) Welter 1908, ÞýskalandDornrós(Ranglega kennd við R. acicularis). Þetta er terós og 20. aldar Rosa bicolor rós með terósailm, krónublöðin rauð með gulleita bakhlið.Ekki í Lystigarðinum.