Rosa

Ættkvísl
Rosa
Yrki form
'Chloris'
Höf.
(Jacques-Louis Descemet before 1815).
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Samheiti
R. Rosée du Matin.
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól og skjól.
Blómalitur
Ljósbleikur, laxbleikur.
Blómgunartími
Ágúst-september.
Hæð
120-180 sm
Vaxtarlag
Rosa alba blendingur eða svonefnd antik alba rós eða gamaldags alba rós. Runninn er 120-180 sm hár, sem klifurrunni 180-240 sm, breidd 180-240 sm. Næstum þyrnalaus, kröftugur, stinnur uppréttur runni. Með grænar greinar.
Lýsing
Kynbætt og ræktuð upp af Descemet, Prèvost?; skráð og komið í sölu fyrir 1823.Blómin djúp með krónublöð sem eru afturundin, ofkrýnd, ljósbleik/laxbleik, dekkri í miðjunni, ilma mikið. Ilmurinn klassískur rósailmur. Laufið er dökk grænt.Blóm um mitt sumar og blómstrar einu sinni. Blóm koma á fyrra árs sprota, klippt af að blómgun lokinni. ;
Uppruni
Yrki.
Harka
Z4
Heimildir
http://www.hesleberg.no, http;//www.davesgarden.com, http;//www.justourpictures.com, http;//www.roselocator.com, allthingsplants.com/plants/view/192/Rose-Rosa-Chloris/,www.cornhillnursery.com/retail/roses/rosea.htlm#RP
Fjölgun
Ágræðsla, brumágræðsla.
Notkun/nytjar
Chloris er oftast plantað með öðrum plöntum, hafið um 120 sm milli rósaplantnanna, 1 planta á m², talin skuggþolin erlendis og þurfa miðlungs næringarríkan jarðveg. Rósin sem er með þungan rósailm hefur oft verið notuð til að framleiða ilmvatn.Rósin Cloris er nefnd eftir gyðjunni Chloris í grísku goðafræðinni sem er þakkað fyrir að skapa rósina.
Reynsla
Engin reynsla í Lystigarðinum.