Rosa

Ættkvísl
Rosa
Yrki form
'Mrs. John McNab'
Höf.
(Dr.Frank Leith Skinner 1942) Kanada.
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Hvítur með bleika slikju.
Blómgunartími
Ágúst-september.
Hæð
- 120 sm
Vaxtarlag
Foreldrar: R. beggeriana Schrenk. ex Fisch. & Mey. x R. rugosa Thunb.Mrs. John McNab var fyrst nefnd 1932, komið á framfæri 1942.Þetta er lotublómstrandi ígulrósarblendingur. Runninn er harðgerður, allt að 120(-150) sm hár og allt að 150 sm breiður með fjölda blóma.
Lýsing
Blómin 7,5 sm í þvermál, ofkrýnd, með 15-20 krónublöð, ljósbleik, en verða hvít með aldrinum, stöku sinnum með bleika slikju í miðjunni, ilmandi, blómgin langæ. Laufin eru stór, smálaufin allt að 9 talsins, dökk græn, dálítið hrukkótt og broddótt á neðra borði, þorn undir axlablöðum og fáeinir þyrnar. Greinarnar eru fallega djúprauðar.
Uppruni
Yrki.
Sjúkdómar
Tiltölulega laus við sjúkdóma.
Heimildir
Ýmsar upplýsingar af netinu,http://www.hompages.sover.net/garden/rose.html,http://www.helpmefind.com/rose/l.php?l=2.4318.1,www.chinapfd.com/PDF-samples/product-brochure/fl0we-Mail-order-2001.pdf
Fjölgun
Sumargræðlingar.
Notkun/nytjar
Í beð, í þyrpingar og víðar. Sníðið af gamla stöngla, dauðar eða sýktar greinar.
Útbreiðsla
AÐRAR UPPLÝSINGAR:Hægt að nota sem lágvaxna klifurrós.Ljósarósin (R. beggeriana) er frá Mið-Asíu.