Rosa

Ættkvísl
Rosa
Yrki form
'Paul's Scarlet Climber'
Höf.
(W. Paul 1915) England.
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Skarlatsrauður.
Blómgunartími
Ágúst-september.
Hæð
- 240-330 sm
Vaxtarlag
Kynbætt og ræktuð upp út frá rósayrkinu Paul's Carmine Pillar. Runnin verður 240-330 m hár og 200-300 sm breiður, er með bogsveigðar greinar. Þetta er klifurrós, kröftug, stór og mikil um sig og þarf litla umhirðu og því hentug á stór svæði, í ker og blómstrandi limgerði a.m.k. erlendis.
Lýsing
Runninn er blómviljugur, með skær skarlatsrauð blóm, bollalaga, hálffyllt og með sætan ilm. Litur blómanna dofnar oft með aldrinum. Laufþykknið er gljáandi, laufin eru grágræn, smátennt, egglaga, hálf-glansandi fremur breið og kringluleit. Rósin er með fáa þyrna, einblómstrandi. ;
Uppruni
Yrki.
Sjúkdómar
Þolin gagnvart blaðlúsum, svartroti, mjölsvepp, ryðsvepp, spunamítlum (roðamaur) og kögurvængju.
Heimildir
http://www.jacksonsnurserues.co.uk http://www.plantpress.comhttp://www.sunnygardens.comdavesgarden.com/guides/pf/go/
Fjölgun
Sumar-, síðsumar- eða vetrargræðlingar, ágræðsla, brumágræðsla, sveiggræðsla.
Notkun/nytjar
Þolir magran jarðveg og dálítinn skugga erlendis. Áður en plantað er ætti að klippa rósina niður í um 15-20 sm hæð, að brumi sem veit út á við. Plantið þegar frostlaust er orðið og blandið miklu af lífrænum efnum í holuna (t.d. húsdúraáburði), síðan ætti að vökva rósina með uppleystum áburði einu sinni á ári, á vorin.Sólríkur vaxtarstaður, hentug til að þekja veggi, laufskála eða girðingar.Ein af elstu rósayrkjunum.