Rosa

Ættkvísl
Rosa
Yrki form
'Prairie Joy'
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Skærbleikur.
Blómgunartími
Ágúst-september.
Hæð
120-180 sm
Vaxtarlag
Rosa 'Prairie Joy' er kanadísk praklandrós. Runninn er þyrnóttur, 120-180 sm hár og um 120-150(-240)sm breiður, með marga sprota, er þéttastur neðst, kúlulaga í vextinum.
Lýsing
Blómin í stórum klösum, ofkrýnd, skærbleik blóm sem ilma lítið. Blómstrar allt sumarið. Blómin koma á ársprotana. Laufið dökk grænt allt sumarið en verða gul að haustinu. Smálaufin egglaga. Nýpurnar eru appelsínugular.
Uppruni
Yrki.
Sjúkdómar
Mikill viðnámsþróttur gegn sjúkdómum svo sem svartroti og mjölsvepp.
Heimildir
http://www.davesgarden.com, http://www.gardenstew.com, http://www.shelmerdine.com, http://www.stmarysnurseryandgargencentre.ca, davesgarden.com/guides/pf/go/144563/#b
Fjölgun
Sumar-, síðsumar- eða vetrargræðlingar, ágræðsla, brumágrðæsla.
Notkun/nytjar
Harðgerður runni. Sólríkur vaxtarstaður og vel framræstur, vökvun þarf að vera jöfn. Þolir ekki að standa í vatni. Þarf mikla og reglulega umhirðu, klippt aðeins að vorinu þegar kuldatíminn er liðinn, að klippa snemma eykur líkur á nývexti. Góð til afskurðar, höfð t.d. í beð, getur myndað stórt blómstrandi limgerði.
Reynsla
Rosa Praire Joy er ekki í Lystigarðinum.