Rosa

Ættkvísl
Rosa
Yrki form
'Rosali'
Höf.
(Tantau 1983) Þýskaland.
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Samheiti
Rosa ´Rosali 83.
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Millibleikur.
Blómgunartími
Ágúst-september.
Hæð
50-60 sm
Vaxtarlag
Rosa Rosali er 20. aldar klasarós (floribunda), blómviljug, lotublómstrandi, 50-60 sm há og 40 sm breið.
Lýsing
Blómklasar litlir, blómin millibleik, ilmlaus, fyllt, 20 krónublöð. Laufið er milligrænt, glansandi, þétt.
Uppruni
Yrki.
Heimildir
Moughan, P. et al. Ed. :The Encyclopedia of Roseshttp://www.backyardgardener.com,www.buyarose.su/rosa-rosali-tanilasor-p-138.html, www.baumschule-horstmann.de/shop/exec/product/75/5742/Beetrose-rosali-83.html?gce=y
Notkun/nytjar
Í kanta, í beð, í litlar þyrpingar eða með öðrum plöntum. Þarf mikla umhirðu og sólríkan vaxtarstað.
Reynsla
Er ekki í Lystigarðinum. Myndirnar eru teknar í Grasagarði Reykjavíkur.