Rosa

Ættkvísl
Rosa
Yrki form
'Trier 2000'
Höf.
(Peter Lambert 1904) Þýskaland.
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Hvítur, rjómahvítur.
Blómgunartími
Ágúst-september
Hæð
- 250 sm
Vaxtarlag
Foreldrar: Ónefndar fræplöntur.Rósin er Rosa multiflora blendingur. Runninn verður allt að 250 sm hár og 180 sm breiður, uppréttur, kröftugur, með bogsveigðar og klifrandi greinar.
Lýsing
Lotublómstrandi runni sem blómstrar fram á haust. Blómin eru stök, lítil til miðlungi stór, hálffyllt til fyllt í stórum klösum, hvít, rjómalit eða hvít með bleika slikju, falleg og ilma ögn til miðlungi mikið. Blómið fremur flatt. Laufin lítil til meðalstór, dökkgræn. Nýpur smáar, rósrauðar að haustinu.
Uppruni
Yrki.
Heimildir
http://www.backyardgardens.comhttp://www.helpmefind.com, , http://www.mobot.org., http://www.roselocator.com, www.bestgardening.com/bgc/plant/roses04.htm
Fjölgun
Græðlingar.
Notkun/nytjar
Sólríkur vaxtarstaður, en talin þola dálítinn skugga erlendis.Jarðvegur þarf að vera meðal rakur, vel framræstur og magur til meðalfrjór. Harðgerður runni, sem er plantað í beð, einnig hægt er að nota sem klifurrós. Blómstrar á ársprotana og þess vegna er mælt með að rósin sé klipp snemma til að hvetja til vaxtar nýrra sprota.
Reynsla
Rosa Trier 2000 er ekki í Lystigarðinum. Myndirnar eru teknar í Grasagarði Reykjavíkur.
Útbreiðsla
AÐRAR UPPLÝSINGAR:Þetta yrki er oft notað við kynbætur á öðrum rósum.Viðkvæm fyrir ýmsum sjúkdómum og skordýraplágum, algengast er svartrot, mjölsveppur, ryðsveppur, vírusar, blaðlýs, kögurvængjur, spunamaurar svo eitthvað sé nefnt.