Rosa

Ættkvísl
Rosa
Yrki form
'Troica'
Höf.
(Poulsen 2007) Bretland.
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Samheiti
Poumidour (Royal Dane).
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól og skjól.
Blómalitur
Aprikósulitur með rauðri slikju.
Blómgunartími
Ágúst-september.
Hæð
120 sm
Vaxtarlag
Kynbætt af Poulsen, komið á framfæri í Bretlandi 2007. Foreldrar: Tropicana × [ × Princesse Astrid] x Hanne (hybrid tea, Soenderhausen, 1959). Troika er terósarblendingur. Runninn er kröftugur, uppréttur, 75-150 sm hár og 60-75 sm breiður.
Lýsing
Laufin eru stór, glansandi, dökkgræn og þau eru bronslit þegar þau eru ung og líka á haustin. Runninn er lotublómstrandi. Blómin eru stór, ilmandi, fyllt, með 26-40 krónublöð, aprikósulit með rauðri slikju á jöðrum krónublaðanna.
Uppruni
Yrki.
Heimildir
http://www.backyardgardener.com, http://www.roselocator.com, http://www.shootgardening.co.uk, http://www.wyevale.co.uk,www.helpmefind.com/rose/pl.php?n=6340, davesgardening.com/guides/pf/go/165598/#b
Fjölgun
Sumar-, síðsumar- eða vetrargræðlingar, ágræðsla.
Notkun/nytjar
Sólríkur vaxtarstaður, í skjóli eða ekki. Jarðvegur rakur og vel framræstur, flestar jarðvegsgerðir koma til greina. Harðgerð planta. Viðkvæm fyrir blaðlús, spunamaur, mjölsvepp, svartroti, og ryðsvepp.Plantað í beð og kanta, einnig notuð afskorin.
Reynsla
REYNSLA.Rosa Troica er ekki í Lystigarðinum. Myndirnar eru teknar í Grasagarði Reykjavíkur.
Útbreiðsla
AÐRAR UPPLÝSINGAR:Rosa Troika hefur fengið viðurkenningu: RHS AGM (Award of Garden Merit)