Rosa

Ættkvísl
Rosa
Yrki form
'Flammentanz'
Höf.
(Kordes 1955) Þýskaland.
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Samheiti
R. 'Flame Dance'.
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Eldrauður.
Blómgunartími
Ágúst.
Hæð
200-300 sm
Vaxtarlag
Klifurrunnarós. Hæð runnans er 300-500 sm og breidd allt að 150 sm.
Lýsing
Þetta er 20. aldar klifurrós, R. rubiginosa blendingur með eldrauð, stór blóm sem ilma mikið og eru hálffyllt (með 17-25 krónublöð). Blómstrar einu sinn á sumri. Blóm koma á fyrra árs sprota. Þau eru klippt að blómgun lokinni.
Uppruni
Yrki.
Sjúkdómar
Hefur mikið mótstöðuafl gegn svartroti.
Harka
H6
Heimildir
Hanson, Ó. V. ritstj. 1976: Skrúðgarðabókin 2. útg. - Reykjavík, http://www.helpmefind.com, http://www.welt-der-rosen,de/duftrosen/_duftrosen.htm, davesgarden.com/guides/pf/go/110382/#b
Fjölgun
Sumar-, síðsumar- og vetrargræðlingar, ágræðsla, brumágræðsla, sveiggræðsla.
Notkun/nytjar
Höfð á veggi, klifurgrind eða stakstæð, í beð. Talin harðgerð. Erlendis er hún ræktuð sem runnarós, stök eða nokkrar saman í þyrpingu eða sem þekjurós eða sem klifurrós sem er næstum vafningsrós/flækjurós. Líka til stofnágrædd, mjög kröftug og mjög frostþolin. Hægt að rækta hana hátt yfir sjó og í hálfskugga, en mælt er með rúmgóðum vaxtarstað.
Reynsla
Í Lystigarðinum var til planta frá 1991 sem tórði til 1998, og önnur, aðkeypt 2006, hálf léleg, vex lítið, blómstraði nokkrum blómum hvert sumar 2006-2009.