Rosa

Ættkvísl
Rosa
Yrki form
'Benjamin Britten'
Höf.
(Austin 2000) Bretland.
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Samheiti
Rosa 'Auscot'.
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól og skjól.
Blómalitur
Lax-appelsínurauður /aprikósulitur.
Blómgunartími
Ágúst-september.
Hæð
Allt að 120 sm
Vaxtarlag
Ensk runnarós, miðlungsstór, uppréttur og kröftugur 120 sm hár eða hærri og 100 m breiður runni, með glansandi, græn laufblöð, síblómstrandi.
Lýsing
Blómin fyllt-þéttfyllt, lax-appelsínurauð /aprikósulit, dekkri í miðjunni, krónublöð 20-40 (jafnvel 50 eða fleiri) og hafa sterkan ávaxtailm sem minnir á vín og perur. Lauf djúpgrænt.
Uppruni
Yrki.
Harka
H4
Heimildir
http://www.chamberleeroses.com, http://www.hesleberg.no, http://www.welt-der-rosen,de/duftrosen/_duftrosen.htm,davesgarden.com/guides/pf/go/52120/#b
Fjölgun
Sumar-, síðsumar-, vetrargræðlingar, ágræðsla, brumágræðsla.
Notkun/nytjar
Þarf mikla sól eins og allar ensku rósirnar þ.e. full sól 6-8 klst á dag, áburður að vorinu rétt áður en hún byrjar að vaxa. Þarf góðan jarðveg.Þegar hún er gróðursett þarf að halda moldinni rakri þar til hún hefur örugglega fest rætur, eftir það þarf hún meðalvökvun á vaxtartímanum. Tvær-þrjár plöntur á m². Er sjúkdómaþolin og fremur harðgerð. Rósin er höfð ein sér eða í beði eða í grúppum. Það er hægt að rækta þessa rós sem runna ef hún er klippt, annars sem klifurrós sem verður allt að 240 sm. Nefnd þessu nafni til minningar um enska tónskáldið Benjamin Britten.
Reynsla
Rosa Benjamin Britten var keypt í Lystigarðinn 2006, vex vel og blómstraði mikið 2008, fáein blóm komu 2009.