Rosa

Ættkvísl
Rosa
Yrki form
'Fragrant Cloud'
Höf.
(Tantau 1964) Þýskaland.
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Samheiti
Rosa Duftwolke, Nuage Parfume', Fragrant Cloud '84.
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Kóral-appelsínulitur.
Blómgunartími
Ágúst-september.
Hæð
60(90-110) sm
Vaxtarlag
Terósablendingur. Runninn er hraustur og kröftugur í vextinum og verður 60(90-110) sm hár.
Lýsing
Foreldrar: Nafnlaus fræplanta x Prima Ballerina. Kynbætt og ræktað upp af M. Tantau í Þýskalandi 1963.Þetta er terósarblendingur (20. aldar stórblóma rós), blómviljugur og meðalhár. Langir skarlats-appelsínugulir knúbbar sem springa út í kóral-appelsínulit, 27-30-krónublaða blóm sem gefur frá sér mikinn góðan ilm. Sum blómanna koma stök, önnur nokkur saman. Laufin eru glansandi og dökkgræn en geta sýkjast af svartroti á vissum stöðum. Blómin eru 4-5 saman á hverjum stilk. Þau eru stór og falleg í laginu. Appelsínurauði liturinn hefur tilhneigingu til að verða bláleitur, einkum ef heitt er í veðri. Síðari hluta sumars breytist liturinn síður. Góðar nokkrar saman í þyrpingu og til afskurðar. ;
Uppruni
Yrki.
Sjúkdómar
Svartrot.
Heimildir
Bjarnason, Á.H. ritstj. 1996: Stóra garðblómabókin Alfræði garðeigandans - ReykjavíkEdinger, Philip & al. ed. 1981: How to grow roses A Sunset Book Lane Publishing Co. Menlo Park, CaliforniaNicolaisen, A. 1975: Rosernas Bog - København, Roy, Hay & Patrick Synge 1969: The Dictionary of Garden Plants in Colour with House and Greenhouse Plants. - George Rainbird LTD 1969 (Svensk översättninga och bearbetning Sven Nilson 1974. Örebro 1974), http://www.rose-roses.com/rosepages, http://www.welt-der-rosen,de/duftrosen/_duftrosen.htm, davesgarden.com/guides/pf/go/61104/#b, www.learn2grow.com/plant/rosa-tanellis-frgant-cloud-ppaf/
Fjölgun
Sumar-, síðsumar- eða vetrargræðlingar, ágræðsla, brumágræðsla.
Notkun/nytjar
Í ker, sem afskorin rós, í limgerði, í blönduð runnabeð.Ein af aðal rósunum í seinni tíð, mjög vinsælt yrki.
Reynsla
Ein planta keypt 2005, lifði í tvö ár, misfórst í vetrargeymslu, ætti að geta þrifist.
Útbreiðsla
Verðlaun: RNS Gold 1963 und 1967, National Rose Society Presidents International Trophy 1964, Portland Gold Medal 1966, Duftrosenmedaille 1967, James Alexander Gamble Fragrance Award 1970, Worlds Favorite Rose 1981. Nafnið segir allt sem segja þarf. Blómin ilma afar mikið, ilmurinn mjög sterkur og sætur, en ilmurinn vill gufa upp í heitu sólskininu.Rósin Fragrant Cloud er mjög mikið notuð í kynbætur og er því foreldri margra ágætra rósayrkja svo sem klifurrósarinna Rosa America og hinnar ilmgóðu Rosa Typhoo Tea.