Rosa

Ættkvísl
Rosa
Yrki form
'Spong'
Höf.
Frakkland 1805.
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Samheiti
Rosa Provincialis Hybrida' , R. Pompon Spong'.
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Millibleikur.
Blómgunartími
Ágúst-september.
Hæð
90-120 sm
Vaxtarlag
Hvorki er vitað um upprunann né hver kynbótamaðurinn var, en hún kom í sölu um 1805.Smávaxin, gömul garðrós og góð, R. centifolia-rós. Runninn uppréttur, greinóttur, þéttvaxinn, kröftugur verður allt að 90 sm hár og álíka breiður.
Lýsing
Stilkar grágrænir og þyrnóttir, laufin hraust, miðlungi stór, kringluleit og sagtennt, grágræn. Harðgerð planta. Talin einblómstrandi af sumum, lotublómstrandi af öðrum, blómstrar fremur snemma. Blóm mörg, fremur smá, skállaga, millibleik bleik, fyllt, með 26-40 krónublöð, miðjan ekki þéttfyllt og dökkbleikari en ystu krónublöðin. Ilmurinn talinn mikill af sumum, daufur af öðrum.
Uppruni
Yrki.
Heimildir
Hjörtur Þorbergsson, Grasagarði Reykjavíkur, http://www.classicroses.co.uk, http://www.davidaustinroses.com,http://www.oldroses.co.uk, http://www.zumdorfgarten.ch, allthingsplants.com/view/336/Rose-Rosa-Spong/
Fjölgun
Græðlingar, brumágræðsla.
Notkun/nytjar
Rosa Spong er hentug í litla garða og ker. Notuð til afskurðar.
Reynsla
Rosa Spong er ekki í Lystigarðinum.Þrífst vel í Grasagarði Reykjavíkur. Myndirnar eru teknar þar.