Rosa

Ættkvísl
Rosa
Yrki form
'Amber Queen'
Höf.
(Harkness 1984).
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Samheiti
R.Prinz Eugen von Savoyen, Harroony.
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól og skjól.
Blómalitur
Brandgulur - kopargulur.
Blómgunartími
Ágúst- september.
Hæð
Um 60 sm
Vaxtarlag
Amber Queen' er klasarós (Floribunda) með stór og falleg blóm. Runninn er um 60 sm hár og álíka breiður.
Lýsing
Blómin eru brandgul/kopargul, með sterkan kryddilm, 5-10 saman í klasa, lotublómstrandi, Þau eru bollalaga, þéttfyllt, krónublöðin um 40 talsins. Laufin eru tilkomumikil, þéttstæð, glansandi, dökk græn, þolin gagnvart sjúkdómum, stórgerð, rauðleit.Plantan er harðgerð og hefur góðan viðnámsþrótt gegn sjúkdómum.
Uppruni
Yrki.
Heimildir
http://www.hesleberg.no, http://www.jacksonsnurserues.co.uk, http://www.ncsu.edu, davesgarden.com/guides/pf/go/62210
Fjölgun
Ágræðsla.
Notkun/nytjar
Sólríkur og hlýr vaxtarstaður. Þarf vetrarskýli. Plantið 4 plöntum á m². Áður en plantað er ætti að klippa útstæð brum í um 15-20 sm frá aðalsprotanum. Þarf góðan jarðveg, rakan og frjóan. Plantið henni þegar frostlaust er orðið og blandið mikilu af vel rotnaðri safnhaugamold saman við moldina áður en gróðursett er. Mælt er með uppleystum áburði einu sinn á ári að vorinu.Var Rós ársins í Bretlandi 1984.
Reynsla
Rosa Amber Queen kom í Lystigarðinn 1997, hún kelur mikið, rétt lifir.