Rosa

Ættkvísl
Rosa
Yrki form
'Climbing Iceberg'
Höf.
(Cant 1968) England.
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Samheiti
Rosa 'Climbing Schneewittchen'.
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól og skjól.
Blómalitur
Hvítur.
Blómgunartími
Ágúst-september.
Hæð
150-200 sm
Vaxtarlag
Þetta er klifrandi, stökkbreytt planta komin upp af fræi af venjulegu runnarósinni Iceberg, en hún er 20. aldar klifurrós og klasarós sem verður 150-200 sm há.
Lýsing
Blómin eru geislandi hvít, meðalstór, ilma mikið. Runninn er lotublómstrandi og blómstrar fram í frost.
Uppruni
Yrki.
Sjúkdómar
Með viðnámsþrótt gegn svartroti og ryðsvepp.
Heimildir
http://www.hesleberg.no, http://www.schmid-gartenpflanzen.de/, http://www.welt-der-rosen,de/duftrosen/_duftrosen.htm, davesgarden.com/guides/pf/go/68348/#b
Fjölgun
Sumar-, síðsumar-, vetrargræðlingar, ágræðsla, brumágræðsla.
Notkun/nytjar
Sólríkur vaxtarstaður, þolir ekki skugga. Þarf næringarríkan jarðveg. Ein planta á m², höfð stök, á klifurgrind eða á súlu.Hraust kilfurrós sem þrífst ekki í keri. Vex vel og er mjög kröftug í vextinum, næstum þyrnalaus.
Reynsla
Ekki í Lystigarðinum.