Rosa

Ættkvísl
Rosa
Yrki form
'A Shropshire Lad'
Höf.
(Austin 1996) England
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól og skjól.
Blómalitur
Ljós ferskjubleikur.
Blómgunartími
Ágúst-september.
Hæð
120-150 sm
Vaxtarlag
Klifurrunni, blómstrar hvað eftir annað yfir sumarið. Hann getur orðið um 120-150 sm hár og 120 sm í þvermál.
Lýsing
Rosa 'A Shropshire Lad' er ensk rós, ein af svonefndum David Austin rósum. Kröftugur, heilbrigður runni sem vex vel og er lotublómstrandi. Greinar hóflega þyrnóttar. Runninn er með stór glansandi dökkgræn lauf, sem eru rauð meðan þau eru ung. Blóm bollalaga í fyrstu, en mynda léttfyllta til fyllta hvirfingu þegar þau springa út, krónublöðin 20-40 talsins. Blómin eru ljós ferskjubleik, mislit og ilma mikið, eru með sætan ávaxtailm.
Uppruni
Yrki.
Sjúkdómar
Hefur viðnámsþrótt gegn mjölsvepp, svartroti og ryðsvepp.
Heimildir
http://www.buyarose.eu, http://www.davesgarden.com, http://www.hesleberg.no, http://www.shottsgardening.co.uk
Fjölgun
Ágræðsla.
Notkun/nytjar
Runninn er 5-10 ár að ná fullum þroska á Bretlandseyjum.Plantað á skjólgóðan, sólríkan stað, þar sem rósir hafa ekki verið ræktaðar áður. Hafið um 50 sm á milli plantna þegar plantað er, 2 plöntur á 1 m². Rósin er höfð stök, í beð og kanta, upp við veggi og á grind eða nokkrar plöntur saman. Þolir ekki skugga. Þrífst í margskonar jarðvegi. Jarðvegur þarf að vera rakur en vel framræstur og næringarefnaríkur. Rósin 'A Shropshire Lad' var nefnd eftir kvæðasafni eftir A.E. Housman. Aðalefni kvæðasafnsins er 'A Shropshire Lad' sem fjallar um að vera dauðlegur og að lifa lífinu lifandi þar sem dauðinn getur komið hvenær sem er.Rósin hefur fengið viðurkenningu: RHS AGM (Award of Garden Merit).
Reynsla
Rosa 'A Shropshire Lad' var keypt 2006, vex og blómstrar fáeinum blómum a.m.k. 2008 og 2009.