Rosa

Ættkvísl
Rosa
Yrki form
'Alchemist'
Höf.
(Kordes 1956) Þýskaland.
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Samheiti
Rosa Alchymist.
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól og skjól.
Blómalitur
Blanda fölguls, aprikósuguls-appelsínuguls og bleiks litar.
Hæð
150-180 sm
Vaxtarlag
Mjög sérstök klifurrós sem vex mikið og er með langar greinar. Runninn einblómstrandi, er mjög kröftugur, uppréttur, með þétt, glansandi brons-græn lauf, mjög blómviljugur og fallegur.
Lýsing
Knúbbar hnöttóttir, springa út og mynda stór, mjög mikið fyllt-þéttfyllt, bollalaga blóm með fleiri en 40 krónublöð. Blóm ilma nokkuð mikið, en sumar heimildir segja að hún ilmi lítið. Blómin eru í stórum klösum, virðast ögn sjúskuð. Blómlitur er mjög sérstök blanda fölguls, aprikósuguls-appelsínuguls og bleiks litar.
Uppruni
Yrki.
Heimildir
Nicolaisen, A. 1975: Rosernas Bog - København,http://www.elkorose.com/ewhrab.html, http://www.hesleberg.no, http://www.welt-der-rosen,de/duftrosen/_duftrosen.htm,http://www3.sympaico.ca/galetta/tales/climbingroses.html,https://palatineroses.vom/rose/alchemist
Fjölgun
Ágræðsla á ágræðslurót af R. multiflora.
Notkun/nytjar
Þetta er góður runni, stundum lávaxinn klifurrunni, sem blómstrar aðeins einu sinni (snemma) sumars. Hæð erlendis er 1,5-1,8(-3,5) m og breidd 1,5-2,0 m.Þessi rós er harðgerð og því hægt að nota eina sér á grind, á súlur í súlnagöng með vafplöntum (á pergólu).Sólríkur vaxtarstaður. Þolir ekki skugga. Ein planta m².
Reynsla
Lifði nokkur ár við hlýjan húsvegg í Lystigarðinum.