Rosa

Ættkvísl
Rosa
Yrki form
'Allgold'
Höf.
(LeGrice 1956) Bretland.
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Samheiti
Rosa 'All Gold'
Lífsform
Lauffellandi runni, klasarós.
Kjörlendi
Sól og skjól.
Blómalitur
Sóleyjargulur.
Blómgunartími
Ágúst-september.
Hæð
40-80 sm
Vaxtarlag
Þetta er 20. aldar klasarós og runnarós, blómin eru sóleyjargul og er ein besta, gula búkétrósin. Hún er kröftug og runnkennd í vextinum, og verður 40-80 sm há. Líka er til klifurrós af henni nefnd 'Climbing Allgold' sem kom fram í Englandi hjá Gandy Roses Ltd. 1961.
Lýsing
Foreldrar:'Goldilock' × 'Ellinor LeGrice'.Laufin eru glansandi, dökkgræn og hraustleg og blómin eru stök eða nokkur saman. Knúbbarnir eru yddir, gulir með löng bikarblöð. Blómin eru stór, hálffyllt með 5-(22)29 krónublöð. Liturinn er hreingulur, eins á brennisóley, ilma ekki eða lítið og blómstra lengi. Þolir rigningu og er harðgerð.
Uppruni
Yrki.
Heimildir
Nicolaisen, A. 1975: Rosernas Bog - Københavnhttp://www.rose-roses.com/rosepageshttp://www.welt-der-rosen,de/duftrosen/_duftrosen.htmallthingsplants.com/plants/view/1100/Rose-Rosa-Allgold/
Fjölgun
Græðlingar, brumágræðsla.
Notkun/nytjar
Fer vel í rósabeði eða meðal lágvaxinn fjölæringa. Þetta er ein af gömlu, klassísku, gulu rósunum sem enn eru í sölu og það segir mikið um gæði hennar.Viðurkenning: Royal National Rose Society Gold Medal 1956
Reynsla
Hefur lifað allmörg ár vestan undir húsvegg í garði á Akureyri og nær því að koma með eitt með tvö blóm á hverju sumri.