Rosa

Ættkvísl
Rosa
Yrki form
'Bassino'
Höf.
(Kordes 1988) Þýskaland.
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Samheiti
Rosa 'Suffolk'.
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól og skjól.
Blómalitur
Rauður, dökkrauður.
Blómgunartími
Ágúst-september.
Hæð
40-60 (-75) sm
Vaxtarlag
Lágvaxinn, lotublómstrandi runni, þekjurós, 40-60 sm há (50-100 sm) samkvæmt sumum heimildum), vöxtur útbreiddur, runninn getur orðið 120-150 sm breiður. Stilkar eru mjög þyrnóttir.
Lýsing
Dökkgrænt, glansandi lauf. Blómin einföld, 4-7 sm breið, ilmandi, skarlatsrauð, rauð-dökkrauð með gult auga. Blómin eru í stórum klösum.
Uppruni
Yrki.
Sjúkdómar
Hefur viðnámsþrótt gegn svartroti og mjölsvepp.
Harka
Z4b
Heimildir
http://www.davesgarden, http://www.haekronit.dk, http://www.planteshop.dk,davesgarden.com/guides/pf/go/62313/#b,www.cornhillnursery.com/retail/roses/rosea.htlm#RP
Fjölgun
Ágræðslu.
Notkun/nytjar
Þrífst best á sólríkum stað. Vex mjög vel í frjórri garðmold. Harðgerð rós í garða, en líka í ker.
Reynsla
Rosa 'Bassino' var keypt í Lystigarðinn 2006. Þrífst þokkalega og blómstrar árlega.