Rosa

Ættkvísl
Rosa
Yrki form
'Celestial'
Höf.
1759
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Samheiti
Rosa 'Céleste', Rosa damascena aurora, Rose Aurore, Rose Belle Aurore
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól og skjól.
Blómalitur
Ljósbleikur-rósbleikur.
Blómgunartími
Ágúst-september.
Hæð
180 sm
Vaxtarlag
Þetta er kröftugur til meðalkröftugur, uppréttur og kúlulaga runni, allt að 180 sm hár og álíka breiður. Greinar rauðleitar, fáir þyrnar.
Lýsing
Gömul harðgerð rós með stór, fyllt ljósbleik-rósbleik blóm með fínan ilm. Yrkið minnir á R. alba og álitið er að það tilheyri þeirrar grúppu, en uppruninn er óþekktur. Mun hafa komið fram fyrir 1660, en kom á markað 1759. Blómin minna á blóm á gamaldags garðrósum. Laufið er grágrænt, með 5-7 kringlótt/kringluleit smálauf. Knúbbarnir og hálfútsprungin blóm eru sérdeilis fögur. Knúbbarnir eru mjög glæsilegir, mjóir og yddir, skær-ljósrauðir þegar þeir springa út. Blómin skeljableik með gula fræfla í miðju, hálffyllt, krónublöðin aðeins 25 talsins. Blómin eru fyrst bollalaga, verða seinna flatari. Þau eru nokkuð stór, allt að 8 sm í þvermál. Ilmurinn er mikill, sætur og góður. Samspil laufa og blóma þessa runna er eitt það fallegasta sem gerist. Nýpur eru aflangar og rauðar.;
Uppruni
Yrki.
Harka
Z4
Heimildir
Nicolaisen, A. 1975: Rosernas Bog - København, Petersen, V 1981: Gamle roser i nye haver. Utgivet av de danske haveselskaber København 1981, http://www.ncsu.edu, http://www.welt-der-rosen,de/duftrosen/_duftrosen.htm, https://www.rhs.org.uk/plants/details?plantid=1669,www.floweringshrubfarm.com/albarose.htm, davesgarden.com/guides/pf/go/51781/#b, www.cornhillnursery.com/retail/roses/rosea.htlm#RP
Fjölgun
Sumar-, síðsumar-, vetrargræðlingar og vetrargræðlingar með hæl. Strax og græðlingar hafa rætst eru þeir settir hver í sinn pott og ræktaðir áfram.
Notkun/nytjar
Runninn er grisjaður með því að klippa gamlar greinar og veikbyggðar innan úr honum að blómgun lokinni eða að vetrinum. Plantan hefur tilhneigingu til að skjóta kröftugum, nýum blómagreinar út úr gömlum greinum. Sólríkur vaxtarstaður en er talin þola nokkurn skugga erlendis og fremur magran jarðveg. Hefur mikinn viðnámsþrótt gegn sjúkdómum. Cèlèste eða Celestial þýðir himneskur, Aurore er franska nafnið fyrir "Aurora" þ.e. nafnið á rómversku morgungyðjunni.
Reynsla
Rosa 'Celestial' var keypt í Lystigarðinn 2003 og gróðursett í beð 2004, óx vel og blómstraði mikið 2008, óx líka talsvert 2009 en blómstraði ekki.