Rosa carolina

Ættkvísl
Rosa
Nafn
carolina
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Samheiti
Rosa carolina inermis hort., Rosa humilis Marsh., Rosa virginiana Mill. v. humilis Schneid.
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Bleikur.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
100-180 sm
Vaxtarlag
Þessi rós er villirós, þarf litla umhirðu, stór og mikill runni. Runninn er 90-180 sm hár og um 180 sm breiður, einblómstrandi, en blómstrar lengi.
Lýsing
Blómin eru um 5 sm breið, bleik, einföld, með daufan ilm. Bikarblöð lenslaga oddmjó eða breið fremst, detta fljótt af, kirtilhærð, blómleggir kirtilhærðir. Greinar eru grannar oft þyrnalausar, rótarskot mörg. Stilkar eru þornhærðir í fyrstu. Smálaufin 5, oddbaugótt til lensulaga, 1-3 sm löng, ljósgræn ofan, hárlaus, geta ekki talist glansandi, á neðra borði eru þau grágræn, næstum hárlaus. Laufið verður dökkrautt að haustinu, nýpur eru 8 mm breiðar, hnöttóttar, íflatar og með þornhár, verða rauðar.
Uppruni
Austur N-Amerika.
Sjúkdómar
Viðkvæm fyrir blaðlús, svartroti, mjölsvepp, ryðsvepp, spunamaur og kögurvængju.
Harka
4
Heimildir
= 1h, 7, http://www.sunnygardens.comhttp://www.welt-der-rosen,de/duftrosen/_duftrosen.htm
Fjölgun
Græðlingar, sáning.
Notkun/nytjar
Rósin er hentug á stór landsvæði, en líka í ker eða blómstrandi limgerði. Rósin fer vel með öðrum runnum, fjölæringum eða þekjuplöntum. Sólríkur vaxtarstaður.
Reynsla
Rosa carolina var til í Lystigarðinum, sáð 1988, plantað í beð, plönturnar kólu mikið, dauðar 1997 og 2000. (2009).