Tulipa dasystemon

Ættkvísl
Tulipa
Nafn
dasystemon
Ætt
Liljuætt (Liliaceae).
Lífsform
Laukur.
Kjörlendi
Sól og skjól.
Blómalitur
Gulur.
Blómgunartími
Júní.
Hæð
10-15 sm
Vaxtarlag
Laukar allt að 1 sm í þvermál, laukhýði gulbrúnt, pappírskennt, ögn hvíthært.
Lýsing
Stöngull allt að 5 sm, hárlaus, blómleggir hárlausir með brúna-vínrauða slikju. Lauf allt að 10 x 1 sm, 2 talsins, hálvegis neðanjarðar á blómgunartímanum, mjólensulaga, blágræn, hárlaus. Blómin stök, blómhlífarblöð 2 x 0,7 sm, mjólensulaga, skærgul, ytri blómhlífarblöðin með breitt, brún-vínrautt með grænt band eftir miðrifinu á ytri hliðinni, hreingul á innra borði. Innri blómhlífarblöð með brúngrænar rákir eftir miðrifinu. Frjóhnappar gulir.
Uppruni
M Asía.
Harka
5
Heimildir
1, www.digdropdone.com/bulbs/botanical-tulips-tulipa-tarda-tulipa-dasystemon.html
Fjölgun
Hliðarlaukar.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í skrautblómabeð.
Reynsla
Í Lystigarðinum eru til tvær plöntur sem komu sem laukur úr blómabúð og ein planta sem sáð var til.