Fræ fyrir Úkraínu

Hér í Lystigarðinum prjónum við ekki sokka en söfnum fræjum í staðinn.

Lystigarðurinn tekur þátt í fræskiptum við aðra grasagarða um allan heim og það kom nokkuð á óvart að við fengum pantanir frá Lyviv, Kyiv og Kharkov í Úkraínu. Það sem kemur enn meira á óvart er að við fengum í staðinn lista sem bjóða upp á fræ úr úkraínsku görðunum sem benda til þess að lífið haldi áfram í þessu stríðshrjáða landi.

Blálilja (Mertensia maritima), Ljósberi (Silene suecica), Dýragras (Gentiana nivalis), Ljónslappi (Alchemilla alpina), Sýkigras (Tofeldia pusilla) og Hrútaber (Rubus saxatilis) úr Eyjafjarðarsveit voru meðal fræja sem var safnað til Úkraínu, ásamt fræjum safnað úr garðinum. Við vonum innilega að þessi fræ lifi til að vaxa í landi sem er friðsælt og frjálst.

Meira um stöðu grasagarðanna í Úkraínu hér: BGCI Úkraína - biður um hjálp, og hér: Grasagarðurinn í Kyiv í erfiðleikum með að halda hitabeltisplöntum á lífi