Nýr garðbogi í Lystigarðinum

Garðbogi við körfublómabeð.
Garðbogi við körfublómabeð.

Nýjasta viðbótin við garðinn okkar er garðbogi, staðsettur austan við kaffihúsið LYST. Tilgangur garðbogans er að styðja við rósatréð (yrki Rosa 'Eos'), sem er meðal elstu plantna garðsins en það er líka frábær staður fyrir myndatöku.

Garðboginn er hannaður og framleiddur af Eggerti Sigursveinssyni, véla- og rekstrariðnfræðingi.