Góa blæs í gegnum garðinn

Lerki er eitt af þeim frostþolnustu trjánum
Lerki er eitt af þeim frostþolnustu trjánum

Góumánuður er næstsíðasti mánuður vetrar í forníslensku tímatali og hefst með konudegi (25. febrúar á þessu ári).

Þorrinn og góan þóttu erfiðastir vetrarmánaðanna bæði vegna þess að þá reis veldi Veturs konungs hve hæst í vályndum veðrum og frosthörkum.

Plöntur eiga erfitt uppdráttar á veturna en kuldinn hefur mismunandi áhrif eftir tegundum. Suðurskautslandið er kaldasti staður jarðar og hefur aðeins tvær plöntutegundir, grasið Deschampsia antarctica og þúfuna Colobanthus quitensis.

Sumar plöntur eru einangraðar af snjóþekjunni yfir veturinn en svona vernd er ekki í boði fyrir tré. Mörg tré geta lifað af mjög erfið frostskilyrði, þau sem þola mest eru víðir, birki, álmur, ösp, lerki, þinur, fura, greni og þöll.

Dæmi um kuldaþolin tré í Lystigarðinn eru síberíulerki (Larix sibirica), stofnar þeirra þola -70°C á meðan brum þolir allt að -120°C áður en það skemmist. Stafafura (Pinus contorta) þolir frost allt niður í -90°C, en nálar reyðarfura (Pinus resinosa) þolir kulda allt niður í -150°C. Þetta þol er greint úr rannsóknarstofuprófum og sést aðeins í plöntum sem aðlagast kulda. Ef sömu tegundir vaxa á heitari svæðum munu trén missa kuldaþol sitt.

Heimild: Vísindavefnum, Bæjarins Besta (bb.is) og Strimbeck et al., Front Plant Sci. 2015: 6: 884.