Harpa bendir á sumarið

Vorkrókus (Crocus caeruleus) er eitt af fyrstu blómunum sem sést í Hörpumánuði
Vorkrókus (Crocus caeruleus) er eitt af fyrstu blómunum sem sést í Hörpumánuði

Nú er komið að Hörpu, fyrsta sumarmánuði norræna tímatalsins, og garðurinn hefur brugðist við með því að fjarlægja loksins vetrarfeldinn. Harpa er talin dóttir Þorra og Góu og er tekið fagnandi, eins og er lýst í þessari vísu frá 19. öld:

Þorri og Góa grálynd hjú
gátu son og dóttur eina:
Einmánuður sem bætti ei bú
og blíða Hörpu að sjá og reyna.

Þetta er tími tilhlökkunar þar sem brum birtist á trjám og alls kyns fuglar snúa aftur.

Ein planta sem er mjög sýnileg á þessum tíma er laukurinn krókus. Crocus sativus er blómið sem framleiðir kryddið saffran sem er dýrara, miðað við þyngd, en gull.

Krókusblóm opnast á daginn og lokast á nóttunni og fylgjast með hreyfingum sólar yfir daginn, hegðun sem kallast ljósleitni. Ljósleitni sýnir að plöntur geta brugðist við umhverfisáhrifum og jafnvel tekið ákvarðanir byggðar á líklegri framtíð, sem hefur fengið vísindamenn til að velta fyrir sér hvort plöntur séu greindar.

Við hvetjum garðgesti til að koma og fylgjast með þessum breytingatíma í garðinum en biðjum þá að stíga létt niður, það gæti verið að plönturnar viti af þér og bregðist illa við þvi að verið sé að stíga á þau!

 

Heimildir:
Íslenskt Almanak – Tylli-og Frídagar (https://islensktalmanak.wordpress.com/)
Rukšāns, J. (2017). The World of Crocuses: 1-568. Lettneska vísindaakademían.
Segundo-Ortin and Calvo  (2023)  Plant sentience? Between romanticism and denial: Science. Animal Sentience 33(1)