Huldustígur í Lystigarðinum

Bryndís Fjóla Pétursdóttir
Bryndís Fjóla Pétursdóttir

Bryndís Fjóla Pétursdóttir, sjáandi og garðyrkjufræðingur, hefur kortlagt álfa og huldufólk í Lystigarðinum á Akureyri og útbúið kort yfir búsetu þeirra sem fengið hefur nafnið Huldustígur. Kortið verður sett upp í Lystigarðinum.

Af þessu tilefni býður Bryndís Fjóla upp á opnar kynningar-gönguferðir með leiðsögn til þess að kynna Huldustíginn fyrir þeim sem eru forvitnir um náttúruna og töfra hennar.

Gönguferðirnar fara fram:

  • Fimmtudaginn 18. maí kl 10 og 14.
  • Föstudaginn 19. maí kl 10 og 14.

Opnar kynningar-göngur á ensku verða laugardaginn 20. maí klukkan 10:00 og 14:00.

Nánari upplýsingar um gönguferð með leiðsögn um Huldustíg, bókanir og sölu á Huldustígskortinu er að finna á huldustigur.is eða 8970670.