Rökkurró í Lystigarður

Við bjóðum fólk velkomið á Rökkurró, setningarhátíð Akureyrarvöku, sem fer fram í Lystigarðinum á Akureyri föstudagskvöldið 25. ágúst og hefst dagskráin kl. 20:00 með ávarpi Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands.

í boði verður tónlist, dans og kynning á dagskrá Akureyrarvöku. Áætlað er að henni ljúki um kl. 21:30, garðurinn verður upplýstur með ljósaseríum. Frekari upplýsingar má finna hér.

Við vonum að þið eigið notalegt kvöld og biðjum ykkur að sýna garðinum virðingu, passa vel upp á plönturnar og vinsamlegast ekki skilja eftir rusl.

Kærar þakkir,

Starfsfólk Lystigarðs