Achillea ptarmica

Ættkvísl
Achillea
Nafn
ptarmica
Íslenskt nafn
Silfurhnappur
Ætt
Asteraceae (Körfublómaætt)
Samheiti
Achillea ptarmica var. ptarmica
Lífsform
Fjölær
Kjörlendi
Vex í raklendi, helst á lækja- og árbökkum en einnig heima við bæi.
Blómalitur
Geislablómin hvít, hvirfilblómin grænhvít
Blómgunartími
Júlí-ág.
Vaxtarlag
Stönglar uppréttir eða ofurlítið skástæðir, 20-45 sm á hæð.
Lýsing
Blöðin heil, hárlaus að mestu, striklensulaga - sverðlaga, hvasstennt en smátennt, ydd, stilklaus og hálfgreipfætt með grófum tannsepum við blaðfótinn, 2-5 sm á lengd.Blómin hvít, mörg saman í gisnum hálfsveip. Körfur fremur litlar eða 1-1,5 sm í þvermál, körfuleggir mun lengri en reifar. Geislablómin 7-12, tungukrýnd, tungan 4-5 mm á lengd og 3-4 mm á breidd. Hvirfilblómin grænhvít, pípukrýnd. Krónupípan um 4 mm á lengd, klofin efst í 5 stutta, þrístrenda krónuflipa. Reifablöðin þéttgráloðin, tungulaga, græn með svörtum jaðri. Aldinið sviflaust og fræið fræhvítulaust. Skordýrafrævun. Blómgast í júlí-ágúst.LÍK/LÍKAR: Blómin áþekk blómum vallhumals en tegundirnar er auðvelt að greina í sundur á blöðunum.
Heimildir
1,2,3,9.http://www.pfaf.org/database/plants.php?Achillea+ptarmica
Reynsla
Hefur verið notaður sem salat og þá helst blöðin, hrá eða soðin.
Útbreiðsla
Fremur sjaldgæfur slæðingur sem finnst þó nokkuð víða. Vex í smáblettum á víð og dreif um landið, einkum við gamlar bæjartóftir sem eftirlega frá byggð. Hefur dreift sér nokkuð um og orðinn algerlega ílendur fyrir löngu meðfram Ölfusá.Útbreiðsla önnur lönd: Vex meira og minna um allan heim.