Agrostis stolonifera

Ættkvísl
Agrostis
Nafn
stolonifera
Íslenskt nafn
Skriðlíngresi
Ætt
Poaceae (Grasaætt)
Samheiti
Agrostis palustris Hudson; A. sibirica V. A. Petrov.
Lífsform
Fjölær grastegund
Kjörlendi
Vex í deiglendi og votu graslendi á ár- og tjarnabökkum, grunnum vatnsflæðum og hálfdeigjum. Algeng um land allt.
Blómalitur
Punturinn rauðbrúnn eða rauðfjólublár
Blómgunartími
Júlí-ág.
Hæð
0.15 - 0.40 m
Vaxtarlag
Langir, greindir og skriðulir jarðstönglar með löngum, grönnum renglum. Stráin mjúk og hárlaus, upprétt, skástæð eða hnébeygð,15-40 sm á hæð.
Lýsing
Blöðin 1,5-4 (-8) á breidd, snörp báðumegin, slíðurhimnan 2-3 mm á lengd, oft dökkgræn eða blágræn.Punturinn fíngerður, rauðbrúnn eða brúnfjólublár, 3-15 sm á lengd, þéttur, með snörpum, nokkuð uppréttum greinum. Öll smáöxin einblóma. Axagnir rauðbrúnar eða fjólubláleitar, 3-3,5 mm á lengd, eintauga, yddar og hvelfdar, taugin oft með uppvísandi broddum á bakhliðinni. Blómagnirnar hvítar, sú neðri nær tvöfalt lengri en sú efri, með stuttri baktýtu ofan við miðju. Blómgast í júní-júlí. LÍK/LÍKAR: Annað língresi. Skriðlíngresið þekkist best á skriðulum renglum sem verða mest áberandi þegar tegundin vex í bleytu, og á þéttari punti. Smáöxin týtulaus.
Heimildir
1,2,3,9, HKr, http://www.efloras.org/florataxon.aspx?flora_id=2&taxon_id=220000351
Reynsla
Þekkist frá öðrum língresistegundum á löngum jarðrenglum.
Útbreiðsla
Algengt um land allt, einkum í votlendi.Önnur náttúruleg heimkynni: Kína, Bhutan, Indland, Japan, Mongolia, Nepal, Rússland; M and SV Asía, Evrópa