Agrostis vinealis

Ættkvísl
Agrostis
Nafn
vinealis
Íslenskt nafn
Týtulíngresi
Ætt
Poaceae (Grasaætt)
Samheiti
Agrostis canina subsp. montana (Hartman) Hartman; A. canina subsp. trinii (Turczaninow) HultΘn; A. canina var. mon-tana Hartman; A. coarctata subsp. trinii (Turczaninow) H. Scholz; A. flaccida subsp. trinii (Turczaninow) T. Koyama; A. flaccida var. trinii (Turczaninow) Ohwi; A. trinii Turczaninow; A. vinealis subsp. trinii (Turczaninow) Tzvelev.
Lífsform
Fjölær grastegund
Kjörlendi
Vex í túnum og í allskonar valllendi, þurrum brekkum, melum og mólendi. Algeng um land allt.
Blómalitur
Punturinn fjólubláleitur
Blómgunartími
Júlí-ágúst
Hæð
0.10 - 0.40 m
Vaxtarlag
Jarðstöngullinn stuttur með mörgum uppréttum, grönnum, mjúkum stráum, sem standa með mörgum blaðsprotum í þéttum toppum , 10-40 sm á hæð.
Lýsing
Blöðin snörp beggja vegna, stráblöðin flöt 1-3 mm á breidd með langri (1,5-2,5 mm) slíðurhimnu. Stofnstæðu blöðin þráðlaga. Punturinn gisinn, fremur lítill og fíngerður, fjólubláleitur, þéttur, með snörpum greinum. Öll smáöxin einblóma. Axagnir yddar, fjólubláleitar eða rauðbrúnar, eintauga, hvelfdar eða með snörpum kili, 2,5-3 mm á lengd. Blómagnir styttri. Týtan tvöfalt lengri en ögnin, nær oftast langt út úr smáaxinu og er neðan miðju á neðri blómögninni, en stundum vantar hana alveg. Blómgast í júlí. LÍK/LÍKAR: Annað língresi. Þekkist best á að hárfínum týtum sem standa langt út úr smáöxunum.
Heimildir
1,2,3,9, HKr, http://www.efloras.org/florataxon.aspx?flora_id=2&taxon_id=250033250
Útbreiðsla
Algengt um land allt, einkum í þurrum brekkum, gras- og malarbrekkum. Þó ekki á þurrustu svæðum norðan Vatnajökuls. Önnur náttúruleg heimkynni: Kína, Japan, Kórea, Mongolía, Pakistan, Rússland, Ameríka og Evrópa.