Ajuga pyramidalis

Ættkvísl
Ajuga
Nafn
pyramidalis
Íslenskt nafn
Lyngbúi
Ætt
Lamiaceae (Varablómaætt)
Lífsform
Fjölær
Kjörlendi
Lynglautir, kjarr og graslendi. Mjög sjaldgæf. Finnst m.a. austur á Héraði.
Blómalitur
Blár-bláfjólublár
Blómgunartími
Júní-júlí
Hæð
0.1-0.15 m
Vaxtarlag
Léttskriðul, fjölær 10-15 sm jurt með ógreindum, grófum, kafloðnum stönglum.
Lýsing
Laufblöðin stilkstutt, hærð, 10-15 sm á lengd, nær heilrend og mjókka jafnt niður að stilknum. Blómin eru blá, varaskipt. Blómskipun þéttblöðótt. Krónupípan 10-15 mm löng, blómginið loðið, neðri vörin fjórflipuð og efri vörin örstutt. Fræflar fjórir, frævan með einum stíl. Blómin, krossgagnstæð og svo þétt að sprotinn virðist ferstrendur. Stoðblöð blómanna tungulaga, loðin, miklu lengri (2-3 sm) en blómin. Blómgast í júní-júlí. LÍK/LÍKAR: Engar.
Heimildir
1,2,3,9
Útbreiðsla
Mjög sjaldgæfur á Íslandi, aðeins á takmörkuðu svæði norðan til á AustfjörðumÖnnur náttúrleg heimkynni: Evrópa (til fjalla mest)