Alchemilla alpina

Ættkvísl
Alchemilla
Nafn
alpina
Íslenskt nafn
Ljónslappi
Ætt
Rosaceae (Rósaætt)
Lífsform
Fjölær
Kjörlendi
Vex í margs konar þurrlendi, í bollum, skriðum og hlíðum og bæði í hálfskugga og á sólríkum stöðum.
Blómalitur
Gulgrænn
Blómgunartími
Júní-júlí
Hæð
0.05-0.15 m
Vaxtarlag
Margir uppréttir eða uppsveigðir blómstönglar vaxa upp af marggreindum gildum jarðstöngli með himnukenndum, brúnum lágblöðum, 5-15 sm á hæð.
Lýsing
Blöðin eru 5-7 fingruð. Stofnblöðin stilklöng, stöngulblöðin stilkstutt eða stilklaus. Smáblöðin heilrend, nema rétt í oddinn, aflöng eða öfugegglaga, sagtennt í oddinn en annars heilrend, silkihærð á neðra borði, dökkgræn á efra borði en ljósari á því neðra, 1,5-2 sm á lengd. Blómin fjórdeild, ljósgulgræn, í smáskúfum úr blaðöxlum. Krónublöð eru engin, en 4 bikar- og 4 utanbikarblöð. Blómhnoðin 2,5-3,5 mm í þvermál. Bikarblöð gulgræn, krossstæð með hárskúf í oddinn. Utanbikarblöðin örsmá, margfalt minni en bikarblöðin. Fræflar fjórir og ein fræva með einum hliðstæðum stíl. Blómgast í júní. LÍK/LÍKAR: Áþekk maríustakk. Blómin eru lík en blöðin mjög ólík.
Heimildir
1,2,3,9
Reynsla
“Var brúkaður til þess að græða sár og skurði og stöðva niðurgang, blóðsótt og blóðlát. Nafnið kverkagras er til komið af því, að gott þótti að skola hálsinn með volgu seyði af blöðum hans. Þegar blöð ljónslappans eru farin að breiða úr sér að vori, er óhæti að sleppa fé. Einnig nefndur ljónslöpp (-fætla) og brennigras”. (Ág. H. Bj.)
Útbreiðsla
Mjög algengur um land allt.Önnur náttúrleg heimkynni: V og N Evrópa, Grænland, N Ameríka