Alchemilla filicaulis

Ættkvísl
Alchemilla
Nafn
filicaulis
Ssp./var
subsp. vestita
Höfundur undirteg.
(Buser) M.E. Bradshaw, Watsonia 5(5): 305. 1963
Íslenskt nafn
Hlíðamaríustakkur
Ætt
Rosaceae (Rósaætt)
Samheiti
Alchemilla colorata auct.; Alchemilla vestita (Buser) Raunk.; Alchemilla vulgaris subsp. minor (Huds. ex Briq.) E.G.Camus; Alchemilla vulgaris subsp. vestita (Buser) O.Bolòs & Vigo; Alchemilla vulgaris subsp. vestita (Buser) Murb.; Alchemilla vulgaris subsp. vestita (Buser) Á.Löve & D.Löve; Alchemilla filicaulis f. vestita Buser;
Lífsform
Fjölær
Kjörlendi
Vex í margs konar gróðurlendi, t.d. í graslendi, í skjólgóðum hvömmum, bollum, grónum hlíðum og lækjargiljum. Þolir hálfskugga.
Blómalitur
Ljósgrænn-gulgrænn
Blómgunartími
Júní-júlí
Vaxtarlag
Meðalhár, hærður, fjölæringur sem vex í þéttum brúskum.
Lýsing
Blöð áberandi stór, kringlulaga, skipt að 1/3 í 9-11, ávala, hvasstennta sepa, blöð aðeins gishærð og axlablöð venjulega með purpurarauða slikju. Bugurinn við blaðstilkinn breiður og opinn. Blaðstilkarnir eru með útstæðum hárum.Blómin ljósgræn-gulgræn, smá eða aðeins 2-3 mm, í þéttum skúfi. Blómbotn gishærður, blómleggir með útstæðum hárum. Blómgast í júní-júlí. Er undir syn.: Alchemilla vestita (Buser) Raunk in HKr.Hlíðamaríustakkinn (A. filicaulis ssp. vestita) má þekkja á þétthærðum blaðstilkum og útstæðum hárum á stönglum og blómleggjum.
Heimildir
9, (MB CG 1992)
Reynsla
Takist áður en blómstrar, hann er styrkjandi, græðandi og barkandi. Hann er góður móti alskonar blóðlátum, lífsýki og blóðsótt. Te af blöðunum drekkist fullur kaffibolli í senn 4 sinnum á dag. Blöðin smáskorin soðin með smjöri er bests sinasmyrsli. Maríustakkurinn er ágætt meðal að leggja í holdfúa sár, það hreinsar þau og græðir, í seyði hans er gott að barka skinn. (GJ)
Útbreiðsla
Nokkuð víða um land allt. (skoða útbreiðslu betur)Önnur náttúruleg heimkynni: Evrópa, Grænland, Labrador, N Ameríka