Alchemilla subcrenata

Ættkvísl
Alchemilla
Nafn
subcrenata
Íslenskt nafn
Engjamaríustakkur
Ætt
Rosaceae (Rósaætt)
Samheiti
Alchemilla triformiloba Hudziok; Alchemilla vulgaris subsp. subcrenata (Buser) Murb.
Lífsform
Fjölær
Kjörlendi
Léttur, frjór og framræstur jarðvegur.
Blómalitur
Gulgrænn
Blómgunartími
Júlí-ág.
Vaxtarlag
Vex í þéttum breiðum.
Lýsing

Þekkist frá öðrum íslenskum maríustökkum á því að blaðkan nær meira en í heilan hring, þ.e. jaðrar hennar bögglast upp við stilkinn þar sem þeir koma saman. Þar að auki má nefna áberandi háa blaðstilka sem eru einkennandi fyrir tegundina og eru þeir þéttsettir útstæðum hárum. Engjamaríustakkur er fremur sjaldgæfur hérlendis og talið er að hann sé slæðingur sem borist hefur hingað á tiltölulega seint.

Heimildir
9, HKr
Útbreiðsla
Sjaldgæfur, hefur fundist á nokkrum stöðum hérlendis, einkum við byggð.