Allium oleraceum

Ættkvísl
Allium
Nafn
oleraceum
Íslenskt nafn
Villilaukur
Ætt
Alliaceae (Laukaætt)
Samheiti
Allium complanatum (Fr.) BoreauAllium virens Lam.Allium virescens DC.Allium oleraceum var. complanatum Fr.
Lífsform
Fjölær laukur
Kjörlendi
Kýs sólríkan vaxtarstað og vex best í léttum, vel framræstum jarðvegi.
Blómalitur
Hvítleit-brúnhvít
Blómgunartími
Júlí-ág.
Hæð
0.4-0.6 m
Vaxtarlag
Fjölær tegund sem getur orðið allt að 60 sm á hæð. Stilkar uppréttir.
Lýsing
Blöðin með laukbragði, grasleit, kúpt og jafnvel aðeins rennulaga með löng blaðslíður sem þó visna og hverfa með tímanum. Blómin hvítleit, frekar fá í sveiplíkri skipan á löngum blómstilkum. Sveipurinn umlukinn tveim allbreiðum hulsturblöðum á þroskastiginu. Leggstuttir eða legglausir æxlilaukar myndast síðan á milli blómanna síðsumars. Blómgst í júlí-ágúst.
Heimildir
9, HKr.
Útbreiðsla
Var fluttur til landsins fyrir alllöngu síðan (hugsanlega sem lækningaplanta) og vex aðeins á fáum stöðum í túnum og við bæi. Villilaukurinn er alfriðaður samkvæmt náttúruverndarlögum.Önnur náttúruleg heimkynni: Evrópa austur til Kákasus, N Ameríka, Asía