Alopecurus geniculatus

Ættkvísl
Alopecurus
Nafn
geniculatus
Íslenskt nafn
Knjáliðagras
Ætt
Poaceae (Grasaætt)
Samheiti
Tozzettia geniculata (L.) Bubani (Russ. flora); Alopecurus paniceus
Lífsform
Fjölær grastegund
Kjörlendi
Vex í deiglendi, grasi grónum deigum bökkum og raklendum túnum.
Blómalitur
Axpunturinn dökkgrænn eða dökkfjólublár
Blómgunartími
Júní-ág.
Hæð
0.10 - 0.30 m
Vaxtarlag
Fjölær grastegund. Stráið oft skriðult neðst og skýtur þar oft aukarótum. Stráið sívalt, lárétt eða skástætt neðst; efsta knéð áberandi bogið og réttir efsta stöngulliðinn upp 12-30 sm á hæð.
Lýsing
Blöðin flöt og dálítið snörp á efra borði. Slíðurhimnan um 2 mm á lengd og snubbótt. Slíðrin útblásin.Axpunturinn dökkgrænn eða dökkfjólublár og mjúkur. Smáöxin dökkgrá eða gráfjólublá, einblóma, þétt saman í sívölu, 2-3 sm löngu og 4-5 mm breiðu samaxi (axpunti) á stráendanum. Axagnaoddarnir lítið eitt útsveigðir. Ein fræva með klofnu fræni. Fræflar þrír, frjóhnapparnir í fyrstu gulir eða fjólubláir um 1,5 mm á lengd en verða síðar brúnir, hanga út úr axinu um blómgunartímann. Smáaxið með knéboginni týtu sem stendur langt út úr axinu og er títan miklu lengri en axögnin. Blómgast í júní-ágúst. LÍK/LÍKAR: Vatnsliðagras & háliðagras. Knjáliðagrasið þekkist frá vatnsliðagrasi á lengri týtum sem standa langt út úr axinu, og á uppblásnum blaðslíðrum. Knjáliðagrasið er mikið lágvaxnara en háliðagras og með dekkri og styttri samöx.
Heimildir
1,2,3,9, HKr
Útbreiðsla
Víða um land allt, en þó algengast á suðurlandi. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Evrópa, Asía, Indland, Afríka, Ástralía, Nýja Sjáland, N & S Ameríka og Kanada.