Alopecurus pratensis

Ættkvísl
Alopecurus
Nafn
pratensis
Íslenskt nafn
Háliðagras
Ætt
Poaceae (Grasaætt)
Samheiti
Alopecurus laxiflorus Ovcz.; Alopecurus seravschanicus Ovcz.; Alopecurus songaricus (Schrenk) Petrov; Alopecurus alpinus var. songaricus Schrenk; Alopecurus sericeus Gaertn.; Alopecurus trivialis Seidl ex Opiz;
Lífsform
Fjölær grastegund
Kjörlendi
Vex í ræktuðum túnum og öðru graslendi. Hefur verið ræktuð í túnum hérlendis síðan slæðst þaðan í graslendi, skurði og vegkanta.
Blómgunartími
Júní-júlí
Hæð
0.30 - 1.20 m
Vaxtarlag
Lausþýft, hávaxið gras. Stráin blöðótt, mjúk og slétt, sívöl, upprétt eða hnébeygð allra neðst, 30-120 sm á hæð.
Lýsing
Blöðin græn og flöt, 5-9 mm á breidd, snörp á efra borði með þröngum slíðrum, slíðurhimnan þverstýfð, skörðótt, 2-3 mm á lengd. Axpunturinn gráleitur eða ljósgrænn, sívalur og mjúkur viðkomu, 4-10 sm á lengd. Axagnirnar broddyddar og samvaxnar upp að miðju. Smáöxin einblóma, þétt saman í sívölu, gráu, 3-8 sm löngu og 6-10 mm breiðu samaxi, smáöxin með örstutta, greinda leggi. Týtan oftast styttri en axagnirnar. Fræflarnir hanga út úr axinu um blómgunartímann, frjóhnapparnir fjólubláir eða brúnir um 3 mm á lengd. Blómgast í júní-júlí. LÍK/LÍKAR: Knjáliðagras & vallarfoxgras. Háliðagrasið má þekkja á axögnum smáaxanna og að smáöxin eru mun lausari á axhelmunni þannig að auðvelt er að strjúka þau þau af leggnum sé hann sveigður.
Heimildir
1,2,3,9, HKr
Útbreiðsla
Algeng um land allt, sérstaklega á láglendi.Önnur náttúruleg heimkynn t.d.i: Evrópa, Afríka, Temp. hluti Asíu, Ástralía og Nýja Sjáland, N & S Ameríka, Kanada.