Antennaria alpina

Ættkvísl
Antennaria
Nafn
alpina
Íslenskt nafn
Fjallalójurt
Ætt
Asteraceae (Körfublómaætt)
Samheiti
Antennaria alpina (L.) Gaertn. var. canescens (Lange) Trautv.; Antennaria alpina (L.) Gaertn. var. compacta (Malte) Welsh; Antennaria alpina (L.) Gaertn. var. glabrata J. Vahl; Antennaria alpina (L.) Gaertn. var. intermedia Rosenv.; Antennaria alpina (L.) Gaertn. var. stolonifera (Porsild) Welsh; Antennaria alpina (L.) Gaertn. var. ungavensis Fern.; Antennaria arenicola Malte; Antennaria atriceps Fern.; Antennaria bayardii Fern.; Antennaria boecheriana Porsild; Antennaria borealis Greene; Antennaria brunnescens Fern.; Antennaria cana (Fern. & Wieg.) Fern.; Antennaria canescens (Lange) Malte; Antennaria canescens (Lange) Malte subsp. porsildii (Ekman) A.& D. Löve; Antennaria canescens (Lange) Malte var. pseudoporsildii Böcher; Antennaria columnaris Fern.; Antennaria compacta Malte; Antennaria confusa Fern.; Antennaria crymophila Porsild; Antennaria foggii Fern.; Antennaria friesiana (Trautv.) Ekman subsp. compacta (Malte) Hultén; Antennaria glabrata (J. Vahl) Greene; Antennaria groenlandica Porsild; Antennaria hansii Kern.; Antennaria intermedia (Rosenv.) A.E. Pors.; Antennaria labradorica Nutt.; Antennaria longii Fern.; Antennaria media Greene subsp. compacta (Malte) Chmielewski; Antennaria pallida E. Nels.; Antennaria pedunculata Porsild; Antennaria porsildii Ekman; Antennaria sornborgeri Fern.; Antennaria stolonifera Porsild; Antennaria subcanescens Ostenf. ex Malte; Antennaria ungavensis (Fern.) Malte; Antennaria vexillifera Fern.; Antennaria wiegandii Fern.; Gnaphalium alpinum L.
Lífsform
Fjölær
Kjörlendi
Vex á melkollum og þurrum brekkum á láglendi eða í grýttum jarðvegi til fjalla.
Blómalitur
Gráhvítur
Blómgunartími
Júní-júlí
Hæð
0.05-0.12 m
Vaxtarlag
Stönglar og blaðsprotar yfirleitt margir á sama jarðstöngli, stönglar uppréttir, blöðóttir, lóhærðir, ógreindir upp að blómskipun, 5-12 sm á hæð.
Lýsing
Flest blöðin stofnstæð í hvirfingu, spaðalaga eða öfugegglaga, snubbótt, frambreið (2-3 mm) með stuttum broddi í endann. Stöngulblöðin lensulaga. Öll blöðin hvítlóhærð, einkum á neðra borði.Körfur nokkrar saman í sveipleitum skúf á stöngulendum. Blómin einkynja í sérbýli, mörg saman í litlum (5 mm), þéttstæðum körfum sem líkjast brúsk af gráum hárum. Reifablöðin 3-5 mm löng, græn við fótinn en brúnleit eða svarbrún ofan til, lensulaga. Krónan gul á karlblómum en purpurarauð á kvenblómum, um 3-4 mm á lengd, umkringd fjölmörgum hvítum hárum (svifkrans). Stíllinn stendur upp úr krónupípunni á kvenblómunum. Fræni klofin. Hérlendis er aðallega um kvenplöntur að ræða. Blómgast í júní. LÍK/LÍKAR: Grámulla. Fjallalójurt auðþekkt í blóma og hún vex heldur aldrei í snjódældum eins og grámullan. Óblómguð eintök má greina á því að blöð fjallalójurtar eru spaðalaga eða öfugegglaga, snubbótt en á grámullu eru þau nær striklaga og ydd.
Heimildir
1,2,3,9
Útbreiðsla
Fremur sjaldgæf jurt sem vex á allmörgum stöðum við landræna loftslagið norðan Vatnajökuls, frá láglendi við Eyjafjörð upp að jöklum.Önnur náttúruleg heimkynni: Norðurhvel, N Ameríka