Anthoxanthum odoratum

Ættkvísl
Anthoxanthum
Nafn
odoratum
Íslenskt nafn
Ilmreyr
Ætt
Poaceae (Grasaætt)
Samheiti
A. nitens (Weber) Schouten & Veldkamp; A. pilosum Döll; A. villosum Dumort.; A. odoratum var. altissimum Eaton & Wright;
Lífsform
Fjölær grastegund
Kjörlendi
Vex aðallega í þurrum graslendisbrekkum, valllendi og móum.
Blómalitur
Axpunturinn gulleitur og gljáandi
Blómgunartími
Maí-júní(júlí)
Hæð
0.15 - 0.40 m
Vaxtarlag
Þétt eða lausþýft, meira og minna allt þétt gráhært. Stráin oftast eitt eða tvö saman stutt, sívöl og gáruð, 15-40 sm á hæð.
Lýsing
Blöðin, stutt, ljósgræn, flöt og nokkuð breið (3-5mm), oftast meira eða minna hærð, líka á röðunnm, og ilma við þurrkun. Blaðgrunnurinn oft fjólubláleitur við slíðurmótin og útstæð hár við slíðurhimnuna.Axpunturinn aflangur, gulgljáandi. Axleggirnir oftast hærðir, sjaldan hárlausir. Smáöxin þríblóma, mörg saman í grönnum, 2-4 sm löngum, axleitum punti. Axagnirnar ýmist hærðar, hárlausar eða hrufóttar, broddyddar, sú efri tvöfalt lengri en sú neðri. Önnur blómögnin með langri baktýtu sem stendur út úr smáaxinu. Fræflar tveir. Frænið klofið. Blómgast í maí-júní. LÍK/LÍKAR: Reyrgresi. Ilmreyr er með reyrbragði eins og reyrgresi og og með svipuð en styttri og mjórri blöð og auk þess má aðgreina hann frá reyrgresi á því að hann er hærður umhverfis slíðurhimnuna.
Heimildir
1,2,3,9, HKr
Reynsla
?Blöðin ilma við þurrkun en ekki til jafns við reyrgresið. Gott þykir að hafa blöð af ilmreyr með öðrum tegundum í te?. (Ág. H. Bj.)
Útbreiðsla
Algengur um land allt. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Nánast um allan heim